Vegagerðin telur hættu á skriðuföllum á Súðavíkurhlíð vegna mikillar úrkomu.
Búið er að opna veginn norður í Árneshrepp, en þar er þó áfram hætta vegna skriðufalla og grjóthruns.
Á Snæfjallastrandarvegi frá Skjaldfönn að Unaðsdal eru talsverðar skemmdir á vegi vegna vatnavaxta.