Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps hefur segir í bókun að þörf sé á stærra landfyllingarsvæði á Langeyri úr 32.000 fermetrum í 38.000 fermetrum og telur þörf á að lengja garðinn til suðurs sem því nemur. Fyllingarefni hefur til þessa verið fengið úr Skutulsfirði. Lagt er til að staðir til efnistöku verði skoðaðir í samráði við Vegagerðina.
Halldór Halldórsson, framkvæmdastjóri íslenska kalkþörungafélagsins á Bíldudal sem mun reisa nýja kalkþörungaverksmiðju á landfyllingunni segir að áform fyrirtækisins séu að hefja starfsemi eigi seinna en vorið 2027.
Áætluð framleiðslugeta er 120 þúsund tonn á ári, við verksmiðjuna vinni 18 – 20 manns auk óbeinna starfa og kostnaður verði 3 – 4 milljarðar króna.