Snjallræði 2024

Í Snjallræði er meðal annars leitað lausna til að sporna gegn matarsóun.

Snjallræði er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Háskólans í Reykjavík. Bakhjarlar eru: Marel, Vísindagarðar og Reykjavíkurborg.

Markmið Snjallræðis, sem nú er haldið í sjötta sinn, er að styðja við nýsköpunarteymi sem vilja láta gott af sér leiða og jafnframt styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Þungamiðja Snjallræðis eru vinnustofur á sviði nýsköpunar og hönnunarhugsunar sem haldnar eru í samstarfi við MITdesignX.

Teymin taka þátt í fjórum tveggja daga vinnustofum hér á landi á  vegum MIT designX. Vinnustofurnar fara fram á fjögurra vikna fresti en þess á milli njóta teymin handleiðslu færustu sérfræðinga hér á landi við að þróa lausnirnar áfram.

Vinnustofurnar eru þemaskiptar og taka á mismunandi þáttum í þróunarferlinu, allt frá þarfa- og hagaðilagreiningu, hönnun á sjálfbæru viðskiptamódeli og fjárhagsáætlunum yfir í tengslamyndun og framkomu.

Allar upplysingar eru á vefsíðu verkefnisins.

DEILA