Skúli mennski og Stefán Ingvar á ferð um Vestfirði

Grínistin Stefán Ingvar og tónlistmaðurinn Skúli mennski taka höndum saman og fara um Vestfirði með söng og glens.

Þeir bjóða upp á einstaka kvöldstund þar sem Stefán flytur uppistand og Skúli tónlist.

Stefán Ingvar er grínisti og pistlahöfundur, einna þekktastur fyrir bakþanka sína í Fréttablaðinu sem hafa oft á tíðum verið umdeildir. Hann er einn meðlima uppistandshópsins VHS, en Skúla mennska ætti ekki að þurfa að kynna fyrir Vestfirðingum.

Þeir verða á eftirtöldum stö0ðum:

Bragginn, Hólmavík 15 ágúst
Dunhagi, Tálknafjörður 16. ágúst
Verbúðin, Bolgunarvík 17. ágúst

DEILA