Samgöngustyrkir til opinberra starfsmanna

Í Samgöngusáttmála ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að gert er ráð fyrir að ríki og sveitarfélög geri samning við Strætó um niðurgreidd fargjöld (samgöngustyrki).

Miðað er við að fyrirkomulaginu sé stillt upp í tvo áfanga, annarsvegar að frá árinu 2029 þá munu 10% starfsmanna nýta sér fyrirkomulagið og í síðari áfanga árið 2031 aukist hlutfallið í 15%. Gert er ráð fyrir að fjöldi starfsmanna hjá ríki og sveitarfélögum sé um 31.000, um 17.500 hjá sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og 13.000 sé starfsmannafjölda ríkisins sé á höfuðborgarsvæðinu.

Í fyrri áfanga fyrirkomulags er gert ráð fyrir að niðurgreiðsla tímabilskorta nemi 216 m.kr.. á ári, nýti 10% starfsmanna sér fyrirkomulagið og nemur framlag starfsmanna 180 m.kr.

En áætlun gerir ráð fyrir að útsöluverð 12 mánaða tímabilskorta til starfsmanna ríkis og sveitarfélaga muni vera 35.000 kr. í síðari áfanga fer framlag ríkis og sveitarfélaga í 324 m.kr. og framlag starfsmanna í 270 m.kr.

Áhrifin eru talin verða þau að sala á 12 mánaða kortum, almennum mánaðarkortum og stakra almennra fargjalda muni minnka og tekjur dragast saman. Á móti komar tekjur frá starfsmönnunum sem nota sér niðurgreiddu fargjöldin. Samanlagt er gert ráð fyrir aukningu tekna Strætó. Fyrst um 235 m.kr. á ári og svo um 352 m.kr. á ári.

DEILA