Samgönguáætlun höfuðborgarsvæðisins : 311 milljarða kr. framkvæmdir

orsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, innviðaráðherra og borgarstjóri og bæjarstjórar sveitarfélaganna tóku þátt í undirrituninni á blaðamannafundi í gær.

Eigendur Betri samgangna ohf undirrituðu í gær samkomulag um 311 miljarða króna framkvæmdir við samgöngumannvirkki á höfuðborgarsvæðinu á næstu 16 árum fram til 2040. Á næstu 5 árum verður framkvæmt fyrir 80 milljarða króna. Um helmingur þess fer í svokallaða Borgarlínu einkum í leiðina Ártún – Hlemmur – Hamraborg. Ríkið leggur til 87,5% af frramkvæmdakostnaði en sveitarfélögin 12,5%.

Gert er ráð fyrir að afla með flýti- og umferðargjöldum á umferðina 143 milljörðum króna. Ekki er gert ráð fyrir þeim gjöldum fyrr en árið 2030.

Auk þess er fyrirhugað að ríkið taki þátt í rekstri almenningssamganga , þ.e. Strætó og greiði um þriðjunginn af kostnaðinum.

Í tilkynningu frá stjórnarráðinu segir að styttri ferðatími, minni tafir, aukið umferðaröryggi, áhersla á að draga úr kolefnisspori, stórbættar almenningssamgöngur, fjölgun hjóla- og göngustíga og uppbygging stofnvega séu kjarninn í uppfærðum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins.

„Markmiðið er að samgöngur á höfuðborgarsvæðinu verði í fremstu röð þannig að svæðið og Ísland allt sé samkeppnishæft um bæði fólk og fyrirtæki.“

 

DEILA