Sameinumst á Ströndum: velheppnuð hátíð um helgina

Frá messunni í Tröllatungu. Myndir: Þorgeir Pálsson o.fl.

Um helgina fór fram í fyrsta sinn á Hólmavík hátíðin sameinumst á Ströndum. Ragnheiður ingimundardóttir, var ein þeirra sem stóð að hátíðinni og var hún ánægð með hvernig til tókst. Hún var m.a. með kjötsúpuveitingar, ein af mörgum, og sagðist hafa eldað 60 – 70 lítra og allt hafi farið ofan í gesti sem gæddu sér á veitingunum. Hún sagði að boðið hefði verið upp á súpu á sjö stöðum á Hólmavík.

Ragnheiður sagði að fólk hafi verið ánægt með dagskrána og aðsókn hafi verið ágæt. Nefndi hún m.a. framlag Mugison, sem hélt tónleika í Hólmavíkurkirkju og messu í Tröllatungu sem sr. Magnús Erlingsson, prófastur og Sigríður Óladóttir sóknarprestur sáu um og höfðu sér til halds og trausts heimakonuna Elísu Mjöll Sigurðardóttur.

Ragnheiður Ingimundardóttir hefur kjötsúpuna til.

Þórður Sverrisson var einnig í kjörsúpuveitingum.

Leikir og skemmtun voru við Galdrasafnið.

Gotterí við Galdrasafnið.

Brekkusöngur og útiskemmtun í Kirkjuhvammi.

Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri og Ragnheiður Ingimundardóttir í Tröllatungu.

DEILA