Hátíðin Sameinumst á Ströndum verður haldin á Hólmavík um aðra helgi, dagana 9. – 11.ágúst.
Veggleg dagskrá hefur verið útbúin af heimafólki og hefst hún á föstudagskvöldinu kl 19:30 með hlaupi frá Hermannslundi, sem að sjáfsögðu er kenndur við Hermann Jónasson, fyrrv. forsætisráðherra og þingmann Strandamanna.
Gestum verður svo boðið í kjötsúpu á ýmsum stöðum á Hólmavík og seinna um kvöldið verður pöbbkviss í Bragganum.

Á laugardeginum verður líka mikið um að vera eins og sjá má : Loppumarkaður, sápurennibraut , golfmót, vinnustofa og fjölskylduskemmtun á Galdratúninu.

Síðan taka við galdramannaleikur, harmonikuskemmtun, tónleikar Mugison og brekkusöngur og útiskemmtun í Kirkjuhvammi.

Dagskránni lýkur svo á sunnideginum:
