Polar Seafood og Brim eignast hlut í rækjuverksmiðjunni Kampa

Fréttatilkynning:

Stærstu hluthafar Kampa ehf. annarsvegar og Polar Seafood í Danmörku og Brim hf. hinsvegar hafa komist að samkomulagi um að félag sem Polar Seafood og Brim standa að eignist hlut í Kampa ehf.  Viðræður hafa staðið yfir í sumar um þessi viðskipti sem hafa verið samþykkt í stjórnum fyrirtækjanna. 

Polar Seafood hefur góðan aðgang að frystri rækju sem pilluð verður af Kampa ehf. á Ísafirði og stefnt er að því að verksmiðjan geti pillað yfir 10.000 tonn af rækju á ári.  Kampa ehf. var lokað í rúmar 3 vikur í sumar þegar frystikerfi verksmiðjunnar og hluti framleiðslunnar voru uppfærð til að auka framleiðslugetu fyrirtækisins.  Hjá rækjuverksmiðjunni Kampa ehf. starfa um 40 manns og vonast er til að starfsemin eflist og dafni með þessum viðskiptum.  Rækjan sem unnin verður hjá Kampa ehf. kemur aðallega frá skipum sem eru við veiðar í Barentshafi en einnig verður unnin fersk rækja af Íslandsmiðum eftir því sem aðstæður leyfa. 

Árni Stefánsson

Framkvæmdastjóri

DEILA