Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson með tónleika í Steinshúsi

Ólöf Arn­alds og Skúli Sverrisson verða með tónleika í Steinshúsi sunnudaginn 11. ágúst kl. 15. Ókeypis aðgangur.
Ólöf Arn­alds hóf sól­ó­feril sinn með hinni róm­uðu „Við og við.“ Á erlendri grundu var „Við og við“ valin ein af bestu plöt­u­m árs­ins af Paste Mag­azine og eMusic valdi hana eina af bestu plötum fyrsta ára­tug­ar­ins. Ólöf hefur síðan gefið út plöt­urnar Inn­undir skinni, Sudden Elevation og Palme. Hún hefur leikið á tón­leikum víðs­vegar um Evr­ópu, Banda­ríkin og Ástr­alíu og komið fram í útvarpi og sjón­varpi. Fjöldi erlendra miðla hafa fjallað um Ólöf­u og verk henn­ar. Mætti þar nefna The New York Times, The Guar­di­an, Vanity Fair, Paste, BBC, KEXP og Uncut. Fimmta hljómplatan með lögum og ljóðum Ólafar er væntanleg vorið 2025. Ólöf hefur tvisvar unnið til Íslensku tónlistarverðlaunanna og verið tilnefnd til Norrænu Tónlistarverðlaunanna fyrir verk sín. Ólöf samdi nýja tónlist ásamt Skúla Sverrissyni við leikritið „Saknaðarilmur“ sem frumsýnt var á síðasta leikári Þjóðleikhússins og hlutu þau Grímuverðlaunin 2024 fyrir.
Skúli Sverrisson á að baki einstakan feril sem tónskáld, upptökustjóri og spunatónlistarmaður með breiðum hópi alþjóðlegra listamanna. Má þar nefna Blonde Redhead, Lou Reed, Allan Holdsworth, David Sylvian, Davíð Þór Jónsson, Trio Mediæval, Arve Henriksen, Báru Gísladóttur og Bill Frisell. Þá var hann náinn samstarfsmaður Laurie Anderson um árabil. Skúli hefur leikið á yfir 200 útgáfum. Hann hefur unnið til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir verk sín alls sjö sinnum og tvisvar verið tilnefndur til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs. Skúli hefur samið nýja tónlist fyrir Víking Heiðar Ólafsson, Sinfóníuhljómsveit Íslands og við dansverk Ernu Ómarsdóttur. Á sviði kvikmyndatónlistar hefur Skúli m.a. unnið að gerð tónlistar Hildar Guðnadóttur, Jóhanns Jóhannssonar og Ryuichi Sakamoto.

DEILA