Óbyggðanefnd – Kröfulýsingarfrestur framlengdur

Kröfulýsingarfrestur landeigenda á svæði 12 (eyjar og sker) hefur verið framlengdur til 2. desember 2024. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögmönnum ríkisins er von á endurskoðuðum kröfum um mánaðamótin ágúst–september 2024 og endurskoðuð kröfugerð verður birt þegar hún liggur fyrir.

Kröfur fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins um þjóðlendur á svæði 12 bárust óbyggðanefnd 2. febrúar 2024, sbr. 10. gr. þjóðlendulaga, nr. 58/1998, en svæðið tekur til landsvæða utan strandlengju meginlandsins.

Kröfulýsingarfrestur var upphaflega veittur ráðherra til 31. ágúst 2023 en síðar framlengdur. Þá bárust 27. mars 2024 leiðréttingar vegna landsvæða sem voru tilgreind í kröfulýsingu en reyndust utan svæðis 12.

Enn fremur barst nefndinni 5. apríl 2024 erindi fjármála- og efnahagsráðherra þar sem því var lýst yfir að ráðherra hefði ákveðið að taka kröfugerð ríkisins á svæði 12 til ítarlegrar endurskoðunar.

Í bréfinu var farið fram á að óbyggðanefnd frestaði frekari málsmeðferð á svæðinu og veitti ráðherra frest til að endurskoða kröfur ríkisins. Í kjölfarið yrði landeigendum veittur frekari frestur til að lýsa sínum kröfum.

DEILA