Móatún Tálknafirði: endurgerð götu klárast næsta sumar

Tálknafjörður.

Framkvæmdir eru hafnar við endurgerð á Móatúni í Tálknafirði. Það er verktakafyrirtækið Allt í járnum ehf sem fékk verkið að undangerngu útboði.

Samkæmt upplýsingum frá Geir Gestssyni, sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs hjá Vesturbyggð felst verkið í endurgerð á Móatúni, skipta þarf um vatns, holræsa og fráveitulagnir í götunni, ásamt því að skipta þarf um efra og neðra burðalag í götunni.

Verkið skal unnið þannig að moka skal í burtu megninu af því efni sem nú er í götunni, og sett nýtt burðar efni í staðinn.

Undirbúa skal götu þannig að hægt verði að malbika götuna næsta sumar ásamt því að endurgera þær gangstéttar sem teknar verða í burtu í tengslum við framkvæmdina.

Helstu stærðir eru

  • Efnismagn í jarðvegskiptum ca. 4100m³
  • Efnismagn í lögnum ca. 1100metrar

Áætlaður kostnaður var áætlaður 64 milljónir.

Niðurstaða útboðs var kr. 66.769.840 ásamt kr. 6.527.400  viðbótarverkum eða samtals kr. 73.297.240.

Verklok á undirbúnings framkvæmdum er 15. des 2024.

Verktaki er Allt í járnum ehf Tálknafirði.

Áætlað er að malbika götuna sumarið 2025 ásamt því að endurgera gangstétt að loknu malbiksframkvæmdum.

DEILA