Sveitarfélögin á Vestfjörðum vinna nú að sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í samræmi lög sem sett hafa verið.
Við gerð svæðisáætlunarinnar var lögð áhersla á að sveitarstjórnir tækju sem virkastan þátt í mótun stefnunnar, enda er hér um að ræða stefnumótun fyrir öll sveitarfélögin á svæðinu, sem öðlast ekki gildi fyrr en allar sveitarstjórnirnar hafa samþykkt hana.
Fjórðungssamband Vestfirðinga og Vestfjarðastofa aðstoðuðu við að útvega gögn, kalla eftir tilnefningum sveitarstjórnanna í vinnuhóp og skipuleggja sameiginlega fundi í vinnuhópnum og með stjórnendum sveitarfélaganna.
Tillaga að svæðisáætlun, ásamt umhverfismatsskýrslu í samræmi við lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana liggur nú fyrir. Höfundur skýrslunnar er Stefán Gíslason hjá Umhverfisráðgjöf Íslands ehf.
Gefst nú almenningi sex vikna frestur til að kynna sér tillöguna og umhverfismatsskýrsluna og koma athugasemdum sínum á framfæri áður en áætlunin er afgreidd af viðkomandi sveitarstjórnum.