Kubbi með fyrirtækjamót í pútti

Frá keppni í Kubbi.

Eins og undanfarin ár efnir KUBBI íþróttafélag eldri borgara til fyrirtækjamóts (firmakeppni) í pútti“. Mótið verður haldið þriðjudaginn 10.sept. n.k. kl. 16.00 á Púttvellinum á Torfnesi. Mót þetta er ein aðalfjáröflun félagsins og óskum við eftir þátttöku þíns fyrirtækis/félags. Lágmarks þátttökugjald er kr. 5000,-.

Árið 2015 varð sigurvegari, H.V. umboðsverslun ehf.

Árið 2016 varð sigurvegari, Tannsar á Torfnesi.

Árið  2017 varð sigurvegari, F.O.S.Vest.  Ísafirði.

Árið 2018 varð sigurvegari, Við Torgið ehf. Ísafirði.

Árið 2019 varð sigurvegari, Endurskoðun Vestfjarða  ehf.

Árið 2020 varð sigurvegari, F.O.S.Vest.  Ísafirði.

Árið 2021 varð sigurvegari, Orkubú Vestfjarða ohf.

Árið 2022   ekki keppni vegna cóvit.                                                   

Árið 2023 varð sigurvegari, Klofningur Suðureyri.

Við væntum þess að fyrirtæki/félag þitt veiti okkur stuðning að vera þátttakandi í mótinu að þessu sinni, hvort heldur er með eigin keppanda, eða að félagi úr KUBBA keppi fyrir þína hönd. Þátttöku má greiða með innborgun á bankareikning félagsins, sem er KT.640511-0950. Banki: 0556-14-401353. Sigurvegari mótsins hverju sinni, varðveitir verðlaunabikar mótsins í eitt ár, eða til næsta móts.

Með vinsemd og virðingu.

                                 Stjórn KUBBA félags eldri borgara Ísafirði.

Form:  Finnur Magnússon.  Varform. Kristján S Kristjánsson.

Gjaldkeri:  Kristján Pálsson. Ritari: Guðjón Bjarnason Meðstjórnandi:  Margret Eyjólfsdóttir

DEILA