Kjörbúðin lækkar verð

Samkaup, sem rekur m.a. verslanir undir merkinu Kjörbúðin, hefur sent frá sér fréttatilkynningu um að á síðustu vikum hafi verð á 640 vörum lækkað í verslunum Kjörbúðanna.

Fram kemur að fyrirtækið hafi ákveðið að fjölga vörum sem merktar eru sérstaklega með grænum punkti, en það eru vöru sem seldar eru á verði sambærilegum við það sem býðst í lágvöruverðsverslunum.

Kjörbúðir eru staðsettar utan höfuðborgarsvæðisins og er eins slík í Bolungarvík

Í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASí gerði í júlí kom fram að verðlag á matvöru hafi hækkað hratt, um 0,65% milli mánaða eða 9,2% á ársgrundvelli.

Þar kom einnig fram að hækkanir hafi verið mestar í verslunum Samkaupa; Kjörbúðinni, Nettó og Krambúðinni.

DEILA