Kaldalón: viðgerð lokið og vegurinn fær

Veiðileysukleif.

Vegagerðin á Hólmavík hefur lokið viðgerð á veginum um Kaldalón sem lokaðist við ána Mórillu um helgina. Gunnar Númi Hjartarson, yfirverkstjóri sagði í samtali við Bæjarins besta minna tjón hefði orðið á veginum nú en varð í fyrra. Skemmdirnar urðu einkum við varnargarð sem við ána. Gunnar sagði að ætlunin væri að gera frekari lagfæringar í haust þegar minna vatn væri í ánni.

Þá er vegurinn norður í Árneshrepp opinn öllum bílum og viðgerð á veginum í Veiðileysukleif og í Reykjafirði væri lokið að sinni. Fært er öllum bílum , líka þeim sem eru með aftanívagn.

Þegar þornað hefur verður vegurinnn skemmdir urðu heflaður og sett möl í hann.

Gunnar Númi Hjartason.

DEILA