Ísafjörður: þrjú skemmtiferðaskip í gær

Skemmtiferðaskipin gnæfa yfir mannvirki á eyrinni og togarinn Páll Pálsson ÍS eða sanddæluskipið virðast ekki stór í samanburðinum. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Í gær voru bókuð fimm skemmtiferðaskip til Ísafjarðar, en vegna veðurs hættu tvö skipanna við að koma.

Skipstjórar Viking Venus og Volendam voru að koma í fyrsta sinn og fengu afhenta Ísafjarðarplatta í tilefni þess. Þriðja skipið sem átti að fá platta, Azamara One, hætti við komuna vegna veðurs.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Hilmar Lyngmo hafnarstjóra og hinn hollenska skipstjóra á Volendam innsigla samband skips og hafnar með plattaskiptum. Skipstjórinn þurfti að sigla býsna brattan sjó til að komast hingað, en sagði að bæði honum og farþegunum hefði þótt það algerlega þess virði. Samt virtist hann lítið eitt vonsvikinn yfir því að komast ekki á skauta á ísi lögðum firðinum segir í færslu Ísafjarðarhafnar.

Mynd: Ísafjarðarhöfn.

Í dag, þriðjudaginn 6. ágúst kemur ekkert skemmtiferðaskip til Ísafjarðar.

DEILA