Íbúar með lögheimili í Ísafjarðarbæ voru um síðustu mánaðamót orðnir 4.002 og hefur sveitarfélagið rofið 4.000 íbúa múrinn. Þetta kemur fram í nýjum töum frá Þjóðskrá Íslands sem birtar voru í morgun. Fjölgunin frá 1. desember 2023 er 67 manns sem gerir 1,7% fjölgun á þessum 8 mánuðum.
Íbúafjölgun á landinu öllu var 1,6% á sama tíma og á höfuðborgarsæðinu 1,8%.