Ísafjarðarbær: bæjarráðið kemur saman á mánudaginn

20.júlí sl. voru tvö stór skemmtiferðaskip við Sundabakka og eitt lá við akkeri útar. Við Mávagarð lá laxaflutningskip til marks um gróskuna á Vestfjörðum sem tengjast þessum atvinnugreinum. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar kemur úr sumarfríi á mánudaginn, en þá verður næsti fundur þess. Síðasti fundur var fyrir fjórum vikum, þann 15. júlí.

meðal þess sem rætt verður á fundinum er að sögn Gylfa Ólafssonar, formanns bæjarráðs, undirbúningur að fjárhagsáætlunargerð næsta árs og lagt verður fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 10. júlí 2024, með uppfærðum forsendum fjárhagsáætlana í kjölfar nýrrar þjóðhagsspár Hagstofu Íslands sem kom út um mánaðarmótin júní / júlí.

Þá verður lagt fram minnisblað fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar, dags. 2. ágúst 2024, um niðurstöðu annars ársfjórðungs 2024 ásamt stöðu framkvæmda og viðhalds í lok annars ársfjórðungs.

DEILA