Hjólreiðar – Þrír Íslandsmeistaratitlar til Vestra

Keppnislið Vestra í ungdúró. Frá vinstri: Ísar Logi Ágústsson, Esja Rut Atladóttir, Sara Matthildur Ívarsdóttir, Dagur Ingason, Þorgils Óttar Erlingsson, þjálfari, Aron Ýmir Ívarsson, Daníel Logi Ævarsson, Julian Númi Bechtloff Heiðarsson og Adrían Uni Þorgilsson.

Helgina 10.-11. ágúst, hélt Hjólreiðadeild Vestra árlegt enduro og ungdúró mót sitt á Ísafirði. Að þessu sinni var mótið bæði stigamót í bikarkeppni Hjólreiðasambands Íslands sem og Íslandsmót. Á mótinu voru því krýndir Íslandsmeistarar í öllum aldursflokkum.

Keppendur Vestra stóðu sig með mikilli prýði á mótinu en alls voru 8 Vestra krakkar skráðir til leiks í ungdúró keppninni og 2 fullorðnir í enduro.

Adrían Uni Þorgilsson varð Íslandsmeistari í U-11 flokki drengja, Dagur Ingason í U-13 flokki drengja og Sara Matthildur Ívarsdóttir í U-13 flokki stúlkna. Fleiri Vestra krakkar komust á verðlaunapall því Julian Númi Bechtloff Heiðarsson vann til bronsverðlauna í U-11 drengja.

DEILA