Heimsókn í Haukadal í Dýrafirði

Kómedíuleikhúsið í Haukadal.

Þriðjudaginn 6. ágúst stendur átakið Gefum íslenskunni sjens fyrir ferð í Haukadal.

Farið verður á söguslóðir Gísla sögu í Haukadal og gengin Gíslaganga ásamt fleiru. Elfar Logi Hannesson tekur á móti hópnum og fylgir honum um Haukadal. Og svo er sögustund eftir gönguna.

Þetta er auðvitað í góðu samstarfi við Kómedíuleikhúsið.

Lagt verður af stað frá Háskólasetri Vestfjarða klukkan 12:15.
Heimkoma um klukkan 17:00.

Það verður að tilkynna komu sína í gegnum islenska(at)uw.is.
Það verður að skrá sig!
Ef þú skráir þig á helginni verður þú að hringja í 8920799.

Auðvitað er einnig líka hægt að mæta á staðinn um klukkan 13:00.

DEILA