Hætta á skriðum og vatnavextir á sunnanverðum Vestfjörðum

Kort Veðurstofunnar.

Veðurstofa Íslands segir að gera megi ráð fyrir talsverðri rigningu eða vætu í dag þegar lægð og lægðardrag fer yfir. Mesta úrkoman verður á Sunnanverðum Vestfjörðum, Barðaströnd og Snæfellsnesi. Uppsöfnuð úrkoma er spáð ná tæplega 140 mm á 24 klst á Sunnanverðum Vestfjörðum og Barðaströnd.

Vegna úrkomu síðustu daga sé meir bleyta til staðar í jarðvegi sem eykur hættuna á skriðuföllum. Varað er við aukinni hættu á skriðuföllum og vatnavöxtum á sunnanverðum Vestfjörðum, Barðaströnd, Snæfellsnesi og innsveitum Suðurlands.

Þá kemur fram að þrjár skriður hafi fallið á Barðaströnd, í hlíð milli Miðhlíðar Ytri og Innri-Múla. Þær náðu ekki vegi.

Uppfært kl 12:30. Veðurstofan hefur nú greint frá því að  eftir athugun reyndust þetta eldri skriður sem féllu í vatnsveðri í júlí.

DEILA