Há tilboð í skólabyggingu á Bíldudal

Tilboð í Bíldudalsskóla reyndust langt yfir kostnaðaráætlun og hefur þeim verið hafna.

Bæjarráð Vesturbyggðar hefur yfirfarið öll tilboð sem borist hafa vegna útboðs á byggingu grunnskóla og leikskólabyggingar á Bíldudal.

Þrjú tilboð bárust í verkið, tvö þeirra uppfylltu skilyrði útboðsins.

Kostnaðaráætlun fyrir verkið nam 380.485.217 kr.

Land og verk var með tilboð upp á 525.045.191 kr. eða 138% af kostnaðaráætlun
Hrífunesskógur bauð 551.180.220 kr. í verkið eða 145% af kostnaðaráætlun

Eftir skoðun og mat hefur bæjarráð Vesturbyggðar ákveðið að hafna báðum tilboðum þar sem þau voru bæði verulega yfir kostnaðaráætlun.

DEILA