Veðurstofan gerir ráð fyrir talsverðri eða mikil rigning á Vesturlandi og Vestfjörðum á morgun og laugardag.
Búast má við auknu afrennsi og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum og getur valdið tjóni og raskað samgöngum. Einnig er aukið álag á fráveitukerfi.
Fólk er hvatt til að sýna aðgát og einnig að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón.