Hið árlega geysi vinsæla Golfmót Bolvíkinga fer fram laugardaginn 17. ágúst á Akranesi og er fyrsti rástími kl 9.00.
Búið er að opna fyrir skráningu í gegn um Golfboxið.
Skilyrði fyrir þátttöku er að vera Bolvíkingur að ætt og uppruna, vera giftur einum slíkum eða eiga önnur sterk tengsl við víkina fögru.
Keppnisfyrirkomulag: punktakeppni og vegleg verðlaun í karla- og kvennaflokki.
Aðeins þeir sem eru í klúbbi með löglega forgjöf geta unnið til verðlauna, aðrir leika sem gestir.
Hámarksforgjöf er 24 hjá körlum og 28 hjá konum.
Verði tveir einstaklingar jafnir í verðlaunasæti, þá sigrar sá sem er með fleiri punkta á seinni níu holunum. Séu þeir enn jafnir gilda síðustu 6 holurnar og þá síðustu 3 holurnar og þá 18 hola. Ef aðilar eru enn jafnir skal kasta hlutkesti.
Þátttökugjald er kr 7.500.
Rástímar eru frá kl. 9:00 til ??, en mótsstjórn áskilur sé rétt til að þjappa ráshópum og skráningum saman verði ekki skráning í alla teigtímana.
Nánar og allar uppslýsingar eru settar inn á Fésbókarsíðu golfmótsins sem er – Bolvíkinga golf, þátttakendur eru beðnir um að tenga sig við þessa síðu.
Með kveðju frá mótsstjórn.
Kristján L Möller
Oddný Hervör Jóhannsdóttir
Ingólfur Hauksson
Kristín María Kjartansdóttir