Glæpasögudrottningar í Bókasafninu á Ísafirði

Í tilefni af 25 ára afmæli Hins íslenska glæpafélags býður Bókasafnið Ísafirði í höfundaspjall við glæpadrottningar tveggja landa – Satu Rämö (Finnland/Ísland) og Yrsu Sigurðardóttur (Ísland).


En það er von á fleiri gestum: Eiríkur Örn Norðdahl opnar viðburðinn og flytur glæpsamlegt ljóð, nýtt og frumsamið af tilefninu.

Anna Sigríður Ólafsdóttir stýrir spjallinu eins og henni einni er lagið.

Um höfundana:

Satu Rämö er finnsk en hefur lengi búið á Íslandi og á heima á Ísafirði í dag. Hún hefur gefið út fjölda bóka um Ísland, m.a. ferðabækur, minningar og… prjónabók! Nýverið kom út þýðing á fyrstu bók hennar í þríleiknum um ísfirsku rannsóknarlögreglukonuna Hildi sem slegið hefur í gegn í Finnlandi og Þýskalandi.

Yrsa Sigurðardóttir hefur gefið út fjölda bóka, m.a. glæpa- og spennusögur en einnig barnabækur. Bækur hennar hafa verið þýddar á tugi tungumála og sitja á metsölulistum bæði hér á landi og erlendis. Sögusvið sumra bóka hennar er sérstaklega vel þekkt Vestfirðingum, t.d. skáldsagan sem gerist á Hesteyri í Jökulfjörðum og heitir Ég man þig

DEILA