Laugardaginn 24. ágúst.
Skráning óþörf, bara mæta, ókeypis í ferðina.
Fararstjórn: Barði Ingibjartsson.
Mæting kl. 9.00 við Bónus á Ísafirði.
Gengið upp Hvallátursdal og á hápunkt Lambadalsfjalls. Drjúg ganga og nokkuð erfið. Fer eftir snjóalögum hvernig gengur. Þarna er frekar þokusækið, sérstaklega í norðaustanáttum. Fólk þarf að klæða sig eftir veðri. Stundum getur gustað um þá sem eru á toppnum. Mjög víðsýnt er af fjallinu í góðu veðri.
Heildarvegalengd: allt að 15-16 km, eftir því hvaða leið er valin en það fer eftir snjóalögum og veðri.
Göngutími: minnst 8 klst., upphækkun: 970 m.