– Gönguferð og sögustund – 1 skór
Laugardaginn 31. ágúst
Skráning óþörf, bara mæta.
Gönguformaður og sögumaður: Elfar Logi Hannesson.
Mæting kl. 10:00 við Bónus á Ísafirði og við Selárdalskirkju kl. 13:00.
Gengið verður frá Selárdalskirkju að síðasta bænum í dalnum, nefnilega hinum þekkta bæ
Uppsölum hvar bjó hinn einstaki Gísli Oktavíus Gíslason. Sagðar verða Gíslasögur á sögustað og það verður sko enginn lurkur. Að göngu lokinni verður skundað í Dimmalimm, íbúðarhús Samúels í Selárdal er kallaður var Sambi. Þar verður hægt að gæða sér á hinni þekktu hjónabandssælu listakonunnar Billu.
Vegalengd: 3 km alls, áætlaður göngutími: á áætlun, hækkun: tekur ekki að nefna hana.
Verð fyrir félagsmenn FFÍ: 2.800 kr., verð fyrir aðra: 3.500 kr.
Kaffiveitingar á sanngjörnu verði.