Evrópusambandið styrkir vistkerfi í íslenskum ám

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur auglýst eftir umsóknum um styrki frá Evrópusambandinu vegna verkefna sem miða að því að hreinsa ár og styrkja vistkerfi þeirra.

Hægt er að sækja um styrki vegna margvíslegra verkefna sem tengjast ám og hér er hægt að sjá dæmi um verkefni sem hægt er að nýta sem innblástur eða til að endurtaka. Styrkir geta verið allt að 100.000 Evrur sem er um 15 m.kr. og er umsóknarfrestur til 16. október.

Það eru sveitarfélög eða landshlutasamtök þeirra sem geta sótt um.

Verkefnið er sprottið upp úr átaki átta Evrópusambandslanda til þess að bæta vistkerfi Dónár, sem rennur um löndin og er ærlunin að nýta þekkingu og reynslu sem þar fékkst til úrbóta í öðrum löndum. Að átakinu komu stjórnvöld landanna, háskólar og áhugasamtök segir í kynningarefni um átakið.

DEILA