Dynjandi ofan frá

Dynjandi.

Á degi íslenskrar náttúru mánudaginn 16. september kl. 13:00 býður Umhverfisstofnun áhugasömum í göngu að fossinum Dynjanda ofan frá í fylgd með landvörðum.

Farið verður frá áningarstæðinu við Kálfeyrarfoss.

Gengið verður meðfram Dynjandisá að þeim stað þar sem hún steypist niður fjallið og myndar fossinn Dynjanda. Þaðan er útsýni yfir Dynjandisvoginn fagurt.

Gangan er tiltölulega auðveld en nauðsynlegt er að klæða sig eftir veðri. 

Vegalengdin er um 4 km og áætlaður göngutími 1.5 – 2 klst.

DEILA