Bolungavíkurhöfn: 623 tonna afli í júlí

Bolungavíkurhöfn síðasta laugardag. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Fremur rólegt var yfir veiðum frá Bolungavíkurhöfn í júlímánuði, síðasta mánuð kvótaársins. Togarinn Sirrý ÍS var í slipp og línubátarnir Jónína Brynja ÍS og Fríða Dagmar ÍS voru ekki að veiðum.

Tveir dragnótabátar voru að veiðum. Ásdís ÍS landaði 121 tonni og Þorlákur ÍS 183 tonnum af bolfiski.

Strandveiðibátar voru margir sem lönduðu í Bolungavík og afli þeirra varð liðlega 300 tonn. Loks var nokkur afli á sjóstöng.

DEILA