Á Bíldudal verður heilmikið um að vera um komandi helgi. Það eru Skrímslasetrið og Vegamót sem standa að veglegri dagskrá sem hefst á morgun , föstudag. Þá verður safnið melódíur minninganna opið og boðið upp á hvalaskoðun.
Á laugardaginn verða fjölskylduleikar á túninu við Skrímslasetrið og Magnús þór verður með tónleika í Félagsheimilinu Baldurhaga.
