Besta deildin: Vestri mætir Fylki á sunnudaginn

Það verður hörku slagur á sunnudaginn á Kerecis vellinum á Ísafirði í 21. umferð deildarinnar þegar Vestri fær Fylki í heimsókn. Þetta verður síðasti heimaleikur Vestra í deildakeppninni og eru bæði lið í mikilli baráttu um að halda sæti sínu í Bestu deildinni. Vestri er í 10. sæti með 17 stig en Fylkir í 12. og neðsta sæti deildarinnar með 16 stig. Á milli þeirra er HK með 17 stig eins og Vestri en verri markamun. Tvö neðstu liðin falla úr deildinni. Sigur í þessum leik styrkir stöðu Vestra verulega.

Þegar umferðunum 22 lýkur tekur við önnur keppni sex neðstu liðanna, sem spila fimm umferðir, hvert við annað og fær Vestri þar líklega tvo heimaleiki. Samanlögð stig úr deildarkeppninni og viðbótarkeppninni ræður því hvaða lið halda sæti sínu í deildinni og hvaða lið falla.

Að sögn Samúels Samúelssonar, formanns meistaraflokksráðs Vestra  verður einn leikmaður verði í leikbanni en hnn sagði að öðru leyti væri gott ástand á leikmannahópnum.

Frítt verður inn á leikinn í boði styrktaraðilans Kerecis.

Neðri hluti Bestu deildarinnar eftir 20 umferðir af 22. Fimm umferðir bætast svo við og geta mest skilað 15 stigum fyrir hvert lið. Það eru liðin í 9. – 12. sem raunverulega eru í fallbaráttu. Tvö af þeim munu líklega falla.

DEILA