![Vestri_KR_b](https://www.bb.is/wp-content/uploads/2024/08/Vestri_KR_b-696x522.jpg)
Fyrsti sigur karlaliðs Vestra á nýja Kerecisvelinum kom í dag þegar KR var lagt að velli í opnum og fjörugum leik 2:0.
Bæði mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. Það fyrra gerði Pétur Bjarnason eftir sendingu frá Elmar Garðarssyni og það síðari gerði Elmar undir lok hálfleiksins eftir góða sendingu frá Benedikt Waren.
Í síðari hálfleik var ekki bætt við mörkum í rigningunni á Ísafirði en fjölmörk færi litu dagsins ljós á báða bóga og hefðu mörkin hæglega getað orðið miklu fleiri. Engu að síður var sigur Vestra verðskuldaður og reyndar líka kærkominn. Þetta er þriðji leikurinn í röð sem Vestri nær góðum úrslitum, tvö jafntefli og sigur.
Vestri er nú í 10. sæti deildarinnar eftir 19 leiki. Tvö neðstu liðin HK og Fylkir leika á morgun. Þá var um daginn frestað leik HK og KR þar sem mark á velli HK var ekki í lagi og hefur nýr leiktími ekki verið ákveðinn.
![](https://www.bb.is/wp-content/uploads/2024/08/Bestadeildin_170824.png)
Staðan í Bestu deildinn eftir leik dagsins. heimild: mbl.is.
![](https://www.bb.is/wp-content/uploads/2024/08/Vestri_KR_a-1024x649.jpg)
Vestri í hættulegri sókn undir lok leiksins.