Aldrei minna af makríl

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson lauk þátttöku þann 2. ágúst í árlegum alþjóðlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum að sumarlagi.

Rannsökuð var útbreiðsla og þéttleiki makríls, síldar og kolmunna í íslenskri landhelgi.

Bráðbirgðaniðurstöður mælinga sýna að útbreiðsla makríls í íslenskri landhelgi er sú minnsta sem hefur mælst hefur síðan leiðangurinn var fyrst farinn sumarið 2010.

Makríll mældist á 5 af 43 yfirborðstogstöðvum sem allar nema ein voru staðsettar fyrir suðaustan landið.

Á þremur af þeim fimm stöðvum veiddust einungis fáeinir fiskar en aflinn var 1.7 tonn og 10.3 tonn á hinum tveimur stöðvunum. Makríllinn var stór með meðallengd 40 cm og meðalþyngd 550 g.

DEILA