Aftakaveður við norðanvert Djúp

Indriði Aðalsteinsson. Skjaldfönn í baksýn.

Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn í Skjaldfannardal sagði um hádegisbilið að í dag hafi verið stormur og úrhelli auk vaxandi lofthita, því séu forsendur fyrir hamfaraflóði frá Drangajökli eins og í sepember í haust.

Í kvöld segir Indriði í færslu á facebook að nú þegar séu tún „tugur hektara að flatarmáli horfinn undir leirburðarþykkan jökulflauminn í Selá og verða ekki heyjuð á þessu sumri og nokkuð líklegt að ef þessi úrkoma verður til morguns mun Mórilla í Kaldalóni rjúfa þar veg og varnargarða eins og í haust og Snæfjallastrendingar lokaðir inni svo og ferðafólk.“

Hvetur hann Vegagerðina til þess að til að fylgjast með í Kaldalóni svo ekki fari illa fyrir vegfarendum því mest afrennsli jökulsins í svona kringumstæðum falli þangað.

Skjaldfönn í Skjaldfannardal.

DEILA