Volvo dráttarvél – T 21

Dráttarvélin er árgerð 1949 smíðuð hjá Volvo í Svíþjóð, sem árið eftir gekk til samstarfs við BM (Bolinder-Munktell). Volvo dráttarvélarnar voru fluttar inn á vegum fyrirtækisins Björnsson & Ásgeirsson. Aðeins munu 11 vélar hafa komið til landsins

Vélin kom árið 1949 og varð þá sameign bændanna Björgmunds á Kirkjubóli og Gunnars á Þorfinnsstöðum í Valþjófsdal. Eignuðust þeir vélin í gegnum kynni Gunnars við Ágeirs Guðnason, kaupmanns á Flateyri, en sonur hans, Gunnar, átti þá fyrirtæki með Sveini Björnssyni, Sveinn Björnsson & Ásgeirsson, er m.a. flutti inn Volvó.

Á þessum árum keyptu flestir Farmal og síðar Ferguson, en hins vegar var örðugt með útvegun fjárfestingaleyfis vegna kaupanna. Ásgeir mun hafa átt leyfi og það olli því að svo auðvelt var fyrir Dalsbúa að eiga kaup við hann, og það sparaði þeim stúss við útvegun leyfis. Sláttuvél af gerðinni Westeråsmaskiner kom á traktorinn árið eftir.

Björgmundur mun hafa ekið vélinni þegar hún var flutt út fyrir Ófæru. Farinn var gamli vegurinn, dálítill slóði sem var hið mesta torleiði.

Af sarpur.is

DEILA