Vestri: jafntefli í Kópavoginum

Frá síðasta leik á Kerecis vellinum sem var gegn KA frá Akureyri. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Karlalið Vestra í Bestu deildinni atti kappi við HK í Kórnum í Kópavogi um helgina. Liðið átti ágætan leik og lauk leiknum með jafntefli 1:1 þar sem HK skoraði fyrst snemma í leiknum og Benedikt Warén svaraði fyrir Vestra með jöfnunarmarki 20 mínútum síðar.

Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra var í leikbanni og horfði á leikinn úr stúkunni. Hann sagði eftir leikinn í viðtali við fotbolti.net að varnarframmistaða liðsins hafi verið mjög góð þr sem liðið varðist vel og se ein heild. Hins vegar hafi skort á gæðin sóknarlega.

Eftir 15 umferðir er Vestri í 11. sæti með 12 stig og er tveimur stigum á eftir HK og KR.

Næsti leikur Vestra er á laugardaginn kl 14. Hann verður á Kerecis vellinum á Ísafirði og þar verða FH andstæðingarnir.

DEILA