Vestfjarðastofa segir samgönguframkvæmdir á Vestfjörðum óboðlegar

Stjórn Vestfjarðastofu lýsa miklum vonbrigðum með þá stöðu sem enn og aftur er komin upp í samgönguframkvæmdum í fjórðungnum. Í ályktuninni segir meðal annars að:

„Verið er að svíkja ítrekuð loforð ráðherra og þingmanna um að þær nýframkvæmdir sem eiga nú að vera á lokastigi framkvæmda í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði verði kláraðar eins fljótt og mögulegt er.“

Þá segir einnig að í mörg ár muni verða ekið með þúsundir tonna af sjávarfangi yfir ónýtan veg um Ódrjúgsháls.

„Stjórn Vestfjarðastofu beinir því til Alþingis, ríkisstjórnarinnar og Vegagerðarinnar að tryggja að unnið verði eftir gildandi samgönguáætlun og verkefni í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði verði boðin út strax í sumar.“

DEILA