Næsta fimtudag, 25. júlí klukkan 14:45 verður Kristín Guðmundsdóttir höfundur bókarinnar Tólf lykar með bókakynningu á Háskólasetri Vestfjarða. Bókin er fyrir fólk af erlendum uppruna sem er búið með grunninn í íslensku.
Þetta er fimmta bók Kristínar fyrir fólk af erlendum uppruna. Þær bækur sem hún hefur gefið út eru: Nýjar slóðir 2020, Óvænt ferðalag 2021, Leiðin að nýjum heimi 2022, Birtir af degi 2023 og Tólf lyklar 2024.
Ástæða þess að hún fór að gefa þessar bækur út af eigin frumkvæði var að vinkona hennar, sem kom til landsins árið 1995, sagði að það var skortur á góðu lestrarefni fyrir fólk af erlendum uppruna.
Bókarkynningin er liður í átakinu Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag.
Þar eru margir dagskrárliðir í sumar.
Hús segja sögu verður 30. júlí, klukkan 14:45 í Háskólasetri Vestfjarða, Ísafirði. Vaida Bražiūnaitė segir frá húsinu hennar Dísu, Albertshúsi.
Mörg hús á Ísafirði eru með mikla og flotta sögu. Húsið hennar Dísu á bökkunum, Albertshús, hefur verið fastur punktur í götumynd Ísfirðinga í tæp 130 ár. Árið 2016 tóku barnabarnabarnabarn Dísu og fjölskyldan hans, við húsinu og byrjuðu að endurbyggja það. Margar gersemar fundust og áhugaverð saga af húsi verður kynnt. Við ferðumst um bæinn í gegnum myndir og hressum upp á sögu nokkurra áhugaverðra húsa á Ísafirði.