Þrífösun : leggja jarðstreng til Breiðuvíkur

Orkubú Vestfjarða lagði í fyrra þriggja fasa jarðstreng frá Kvígindisdal í Patreksfirði með þjóðveginum og fyrir Örlygshöfnina að Gjögrum. Halldór Magnússon, framkvæmdastjóri Veitusviðs Orkubús Vestfjarða segir að í ár séu áform Orkubúsins að halda áfram samstarfi með Vesturbyggð og ná að leggja nýjan jarðstreng ásamt ljósleiðara upp úr Örlygshöfn og yfir í Breiðuvík.

Fram kemur í ársreikningi Orkubús Vestfjarða fyrir 2023 að á undanförnum árum hafi verið fjárfest umtalsvert til að styrkja dreifikerfið með jarðstrengjum í stað loftlína og er þá kerfið jafnframt þrífasað. Þessum breytingum fylgir svo fjárfesting í jarðspennistöðvum. Orkubúið er vel á veg komið í þrífösun dreifikerfisins á Vestfjörðum og er um 94% notkunar á Vestfjörðum á þremur fösum.

Ríkissjóður hefur veitt styrki til þrífösunar í dreifbýli.

DEILA