Í ár eru liðin 50 ár frá því að þjóðhátíð var haldin í Vatnsfirði helgina 13.-14. júlí árið 1974. Í tilefni þess mun landvörður í friðlandinu leiða fossagöngu um Vatnsdal laugardaginn 13. júlí kl. 10:00–13:00.
Í dalnum er fjöldi fagurra fossa sem þáttakendur munu þræða á göngu sinni um dalinn. Gengið verður um grösugar flatir, í þéttum birkiskógi og á gljúfurbökkum.
Þátttakendur hittast á bílastæði við Lómatjarnir við Vatnsdalsvatn þar sem sameinast verður í bíla áður en keyrt er inn í Vatnsdal. Gangan hefst við bílastæði í botni dalsins.
Vegalengd: 6 km