Síðasta laugardag opnaði samsýning þriggja myndlistarkvenna, Katínar Bjarkar Guðjónsdóttur, Jean Larson og Guðbjargar Lindar Jónsdóttur í Simbahöllinni á Þingeyri. Sýningin heitir „Ensamble“ eða „Saman“.
Katrín Björk sýnir 23 ný verk sem munu prýða veggi Simbahallarinnar í allt sumar. Verkin hefur hún unnið að síðustu mánuði. Þær eru unnar með bleki og alkóhól á glansandi pappír sem svo er blásið á.
Myndirnar eru unnar í samstarfi við Jean sem er að hluta til búsett á Flateyri. Þá hefur Signý Þöll Kristinsdóttir, iðjuþjálfi, líka aðstoðað við gerð myndanna.

Verk eftir Katrínu Björku Guðjónsdóttur.

Myndlistarkonurnar þrjár.

Frá opnun sýningarinnar.