Stöðugt bætist við á Þjóðskjalasafni

Á öðrum ársfjórðungi 2024 (apríl til júní) tók Þjóðskjalasafn Íslands við 53 skjalasöfnum til varðveislu.

Af þeim voru 15 frá afhendingarskyldum aðilum og 38 frá einkaaðilum. Tvö þessara skjalasafna frá afhendingarskyldum aðilum voru afhent á rafrænu formi, það er í svokallaðri vörsluútgáfu rafrænna gagna, en önnur skjalasöfn voru pappírsskjalasöfn.

Samtals var umfang pappírsskjalasafna sem voru afhent á tímabilinu 150,75 hillumetrar, þar af 64 hillumetrar af einkaskjalasöfnum og 86,77 hillumetrar skjalasöfn afhendingarskyldra aðila. Rafræn gögn töldu 302,7 gígabæt að umfangi.

Heildarumfang skjala sem hefur verið tekið við á árinu er því 327 hillumetrar af pappírsskjölum og 481,7 gígabæt af rafrænum gögnum.

DEILA