Andstæðingar laxeldis í Ísafjarðarsjúpi hafa beitt spjótum sínum síðustu daga að starfsfólki Matvælastofnunar, en stofnunin gaf út í síðasta mánuði leyfi til Arnarlax til eldis á 10.000 tonnum af ófrjóum laxi í Djúpinu.
Er sérstaklega gagnrýnt að siglingaöryggi við væntanleg eldissvæði sé ekki tryggt.
seðlar í vasa starfsfólks Mast
Í gær birti Ester Hilmarsdóttir grein á Vísi þar sem víkur að þessu atriði og skrifar svo: „En þrátt fyrir þessar niðurstöður skakar starfsfólk MAST sér í skrifstofustólunum svo skrjáfar í seðlunum sem norskir auðkýfingar hafa stungið í vasa þeirra, um leið og þau skrifa upp á rekstrarleyfið þvert á mat Samgöngustofu og þrátt fyrir mótmæli Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar.“
Þá segir hún landníðinga sölsa undir sig „náttúru Íslands og það með aðstoð ríkisvalds og eftirlitsstofnana á borð við MAST“.
Greini heitir af glyðrugangi eftirlitsstofnana.
Ester kynnir sig sem náttúruunnanda, landeiganda og bændadóttur sem er búsett í Þingeyjarsveit.
starfsmenn persónulega ábyrgir
Í fyrradag spurði Jón Kaldal, talsmaður IWF, íslenska náttúruverndarsjóðsins í viðtali á Vísi um persónulega ábyrgð starfsmanna Mast á leyfisveitingunni og sagði orðrétt:
„Full ástæða er til að velta fyrir sér persónulegri ábyrgð starfsmanna MAST, sem tóku þessa ákvörðun og skrifa undir leyfið, ef slys verða vegna staðsetninga sjókvíanna á siglingaleiðum þar sem Samgöngustofa segir að þær megi ekki vera. Stofnanir hafa ekki sjálfstæðan vilja. Það er fólk sem stýrir þeim og hlýtur að þurfa að bera ábyrgð á afleiðingum verka sinna.“
Jón Kaldal talsmaður IWF.
Katrín Oddsdóttir, lögmaður þeirra sem hafa kært rekstrarleyfið til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál segir í sama viðtali að hún taki undir með Jóni sem bendir á að það sé fólk á bak við hverja ákvörðun og það eigi ekki á láta það viðgangast að gefa út leyfi í andstöðu við lög.
„Því ber einfaldlega skylda sem opinberir starfsmenn til að gera betur en svo.“ ef haft orðrétt eftir Katrínu.
Katrín Oddsdóttir.
Í leyfi Mast er sett skilyrði sem verður að uppfylla áður en unnt er að setja út eldisfisk í kvíar og er það samhljóða því sem sérfræðinganefnd setti fram í áhættumati um siglingaöryggi. Skilyrðið er að jaðar sjókvíaeldisstöðvanna Drangsvíkur og Eyjahlíðar skuli ekki vera nær mörkum hvíts ljósgeira vitaljósa en 50 m og jaðar sjókvíaeldisstöðvarinnar Óshlíðar skuli ekki vera nær mörkum hvíts ljósgeira vitaljósa en 200 m.