Slæm veðurspá næstu tvo daga

Lögreglan á Vestfjörðum vill vekja athygli á slæmri veðurspá næstu tvo sólarhringana. Gul veðurviðvörun er í gildi, aðallega á sunnan og norðanverðum Vestfjörðum.

Spáin gerir ráð fyrir því að úrkoman verði einna mest á svæðinu frá Reykhólum og að Látrabjargi/Patreksfirði.

Vegfarendur sem ætla að aka milli landshluta eru hvattir til að gæta að veðurspá og veðuraðstæðum inn á umferðin.is

Eins að gera viðvart í síma Vegagerðarinnar, 1777 ef vart verður við grjóthrun á vegi.

DEILA