Á föstudaginn var hélt Taflfélag Bolungavíkur í Verbúðinni í Bolungavík afmælisskákmót í tilefni af áttræðisafmæli Sæbjarnar Larsen Guðfinnssonar og sjötugsafmæli Magnúsar Sigurjónssonar. Er þetta annað árið í röð sem haldið er afmælismót, en í fyrra var það áttræðisafmæli Daða Guðmundssonar sem var tilefni mótshaldsins.
Alls voru 14 keppendur í mótinu og urðu úrslitin :
1. Magnús Pálmi Örnólfsson 12.5 v af 13
2. Unnsteinn Sigurjónsson 11 v
3. Guðmundur Halldórsson 10 v
4. Magnús Sigurjónsson 9.5 v
5.- 7. Guðmundur Daðason, Daði Guðmundsson og Sæbjörn Guðfinnsson 8.5 v.
Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri setti mótið með því að leika fyrsta leikinn í skák afmælisbarnanna.
![](https://www.bb.is/wp-content/uploads/2024/07/UnnsteinnS-1024x768.jpg)
Unnsteinn Sigurjónsson með verðlaun sín.
![](https://www.bb.is/wp-content/uploads/2024/07/DadiG_24-1024x768.jpg)
Yngsti og eldi keppandinn eigast við. Daði Guðmundsson var aldurforseti mótsins.
Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.