Reykhólar : 12 nýjar íbúðir á árinu

Unnið við grunn eins raðhússins. Myndir: Hrafnkell Guðnason.

Framkvæmdir standa yfir við byggingu þriggja raðhúsa á Reykhólum. Fjórar íbúðir verða í hverju þeirra. Um er að ræða einingahús og segist Jóhanna Ösp Einarsdóttir, oddviti Reykhólahrepps gera ráð fyrir að hægt verði að flytja inn í þær í haust.

Allt eru þetta leiguíbúðir sem þrjú félög standa að. Íbúðaleigufélögin Bríet og Brák byggja hvor sitt raðhúsið og Tekta byggir eitt.

Hún segir mikinn húsnæðisskort vera í sveitarfélaginu og hafi staðið ráðningu fólks fyrir þrifum. Það vanti húsnæði fyrir skólastjóra og kennara og eins þurfi Þörungaverksmiðjan húsnæði fyrir starfsmenn sína. Jóhanna segist vonast til þess að þessi mikla innskýtingu dugi til þess að mæta knýjandi þörf en ljóst sé að huga þurfi að byggingu fleiri íbúða.

tvær íbúðir í Barmahlíð

Auk þess verður um 100 fermetra svæði á efri hæð Barmahlíðar innréttað á þessu ári og þar verða tvær íbúðir sem henta eiga fyrir eldri borgara. Það er sveitarfélagið sme stendur fyrir þeim framkvæmdum.

Jóhanna Ösp Einarsdóttir, oddviti Reykhólahrepps.

Framkvæmdir við grunn raðíbúðanna.

DEILA