Rafverk AG : tvöfalda húsnæðið

Rafverk AG ehf í Bolungavík.

Fyrirtækið Rafverk AG ehf í Bolungavík hefur í mörg ár verið til húsa í gömlu og litlu húsnæði. Með vaxandi umsvifum síðustu ár var ráðist í að byggja nýtt húsnæði á hafnarsvæðinu fyrir starfsemina sem nýlega var tekið í notkun. Þórhildur Björnsdóttir skrifstofumanneskja Rafverks AG segir að nýja húsnæðið sé um 360 fermetrar að stærð. Það séu mikil viðbrigði að þar sem gamla húsið er um 150 fermetrar. Það sé allt annað að reka fyrirtækið í nýju aðtöðunni. Ekki aðeins sé skrifstofuaðstaðan rúmgóð og björt heldur sé mun meira pláss fyrir lager, vinnuaðstöðu starfsmanna og verslun.

Þórhildur segir að 11 manns séu starfandi hjá Rafverk AG. Eigendur er hjónin Albert Guðmundsson, rafvirki og Þórhildur Björnsdóttir ásamt syn þeirra Guðmundi.

Albert Guðmundsson, rafvirki.

Þórhildur Björnsdóttir í rúmgóðu starfsmannaaðstöðunni.

Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

DEILA