Ögurball: búast við 500 – 600 manns

Samkomuhúsið í Ögri í gær. Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

Stöugur straumur gesta í kaffi í Ögri var í góðviðrinu í gær. Starfsfólkið hafði í nógu að snúast við þjónustuna. Á boðstólum voru girnileg súpa og heimabökuðu brauði, grillaðar samlokur og dýrindis tertur af margvíslegu tagi.

Guðfinna Hreiðarsdóttir sagði að Ögurkaffi opnaði um miðjan júní og væri að jafnaði opin fram í miðja ágúst. Sumarið hefði til þessa verið gott og hún sá fram á að svo yrði áfram. Opið er daglega frá 10 – 18.

Um helgin verður hápunktur sumarsins. Á föstudaginn verður skötuveisla og brekkusöngur um kvöldið.

Á laugardaginn verður söguganga , messa í Ögurkirkju og um kvöldið Ögurballið víðfræga. Guðfinna sagðist búast við 500 – 600 manns um helgina að því gefnu að veðrið yrði gott. Ef ekki gott veður yrði færra, en þó ekki svo mjög.

Þesssar blómarósir voru að störfum í gær. Guðfinna Hreiðarsdóttir til hægri.

DEILA